top of page

                   Túristar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Taj Mahal laðar að sér fjöldamikið af túristum. UNESCO skráðu milljón manns sem heimsóttu Taj Mahal árið 2001. En árið 2014 var talan 7-8 milljónir. Það er tveggja flokka verðakerfi, með mun lægri aðgangseyri fyrir indverska ríkisborgara en mun hærri fyrir úlendinga. Flestir heimsækja Taj Mahal þegar það er kaldara en venjulega, í október, nóvember og febrúar. Mengandi umferð er ekki leyfð nálægt svæðinu og túristar mega annað hvort ganga á gangstættinni eða taka ragmagnsrútu. Listar yfir ráðlögðum ferðamannastöðum innihalda oftast Taj Mahal. Það birtist í nokkrum skráningum hjá sjö undrum nútíma veraldar. Það var nýlega tilkynnt sem New Seven Wonders of the World, Taj Mahal fékk 100 milljónir atkvæða. Svæðið er opið frá 06:00 - 19:00 alla vikudaga nema á föstudögum þegar svæðið er opið fyrir bænir í moskunni milli 12:00 til 14:00. Svæðið er opið fyrir næturskoðun á degi fulla tunglsins og tvo daga fyrir og eftir, en ekki föstudaga og mánuður Ramadan. Vegna öryggisástæðna má bara vera með 5 hluti inni í Taj Mahal, vatn í gegnsæjum flöskum/brúsum, litlar myndaupptökuvélar, myndavélar, farsímar og litlar kvennatöskur

bottom of page